Leikfélag Keflavíkur
Leikfélag Keflavíkur

Mannlíf

Mikil vandræði ef erlent fólk hyrfi frá störfum í Grindavík
Úr fiskvinnslu Vísis hf. í Grindavík en þar starfa margir útlendingar.
Laugardagur 22. september 2018 kl. 07:15

Mikil vandræði ef erlent fólk hyrfi frá störfum í Grindavík

„Já, ég var búinn að heyra þetta með Reykjanesbæ, að þeir væru komnir með sérstakan verkefnastjóra til þess að sinna þessum málaflokki og fannst það sniðugt en við höfum ekki haft knýjandi þörf fyrir það sama enda bæjarfélagið okkar mun fámennara,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur.

Hann bendir samt á að íbúar Grindavíkur af erlendum uppruna séu um fimm hundruð manns samkvæmt nýjustu tölum, eða um 17%, og margir búnir að koma sér vel fyrir með fjölskyldum sínum. Ef félagsleg þörf skapast hjá þessum hópi íbúa þá bregst bærinn eins við og gagnvart þeim Íslendingum sem búa hérna. Þegar um börn og ungmenni á skólaaldri er að ræða þá tekur kerfið við og aðstoðar. Fannar bendir á að við þurfum á þessu fólki að halda í þjóðfélaginu og að mikil vandræði myndu skapast ef þetta fólk hyrfi frá störfum, til dæmis úr fiskvinnslunni en þar eru erlendir starfsmenn í miklum meirihluta.

Public deli
Public deli