Mikil þátttaka í páskagöngu
Þátttaka í páskagöngu Bláa lónsins og Grindavíkurbæjar á annan í páskum fór fram úr björtustu vonum er 130 manns mætti til leiks þrátt fyrir vafasama veðurspá.
Gangan hófst kl. 13 á bílastæði Bláa lónsins og tók um 2 1/2 klukkustund.
Gengið var m.a. um mosagróið Illahraun, framhjá Rauðhól (gígnum sem hraunið kom úr á sögulegum tíma), haldið austur með suðurhlíðum Þorbjarnarfells og inn á Baðsvelli. Þar var kíkt á þjófaslóðir og hin fornu sel Grindvíkinga.
Þá var gengið yfir að svæði Hitaveitu Suðurnesja og um hið litskrúðuga lónssvæði að Bláa Lóninu - lækningalind og endað í Bláa lóninu. Í lok göngunnar fengu þátttakendur afslátt að Bláa lóninu.
Veðrið var þokkalegt mest allan tímann og var ekki fyrr en rétt undir lokin sem fór að slydda.