Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mikil þátttaka í páskagöngu
Þriðjudagur 10. apríl 2007 kl. 11:23

Mikil þátttaka í páskagöngu

Þátttaka í páskagöngu Bláa lónsins og Grindavíkurbæjar á annan í páskum fór fram úr björtustu vonum er 130 manns mætti til leiks þrátt fyrir vafasama veðurspá.

Gangan hófst kl. 13 á bílastæði Bláa lónsins og tók um 2 1/2 klukkustund.

Gengið var m.a. um mosagróið Illahraun, framhjá Rauðhól (gígnum sem hraunið kom úr á sögulegum tíma), haldið austur með suðurhlíðum Þorbjarnarfells og inn á Baðsvelli. Þar var kíkt á þjófaslóðir og hin fornu sel Grindvíkinga.

Þá var gengið yfir að svæði Hitaveitu Suðurnesja og um hið litskrúðuga lónssvæði að Bláa Lóninu - lækningalind og endað í Bláa lóninu. Í lok göngunnar fengu þátttakendur afslátt að Bláa lóninu.

Veðrið var þokkalegt mest allan tímann og var ekki fyrr en rétt undir lokin sem fór að slydda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024