Mikil stemning á frumsýningu revíunnar
Það var mikil stemning á frumsýningu Leikfélags Keflavíkur á revíunni Með ryk í auga á föstudagskvöld. Áhorfendur hlógu sig máttlausa alla sýninguna og stóðu svo upp í lokin og klöppuðu lengi fyrir leikurunum sem fóru á kostum.
Mikið er grínast með bæjarpólitíkina í Reykjanesbæ en einnig fá starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og lögreglunnar vænan skammt af gríni. Óhætt er að segja að það sé fast skotið í revíunni og stungið á ýmsu í samfélaginu.
Næsta sýning á revíunni er í kvöld, sunnudagskvöld.