Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 13. apríl 2000 kl. 17:19

Mikil gróska í félagsstarfi Mána

Gríðarleg stemmning hefur verið á árshátíðum Mána síðastliðin ár og er nú svo komið að uppselt var á hátíðina 18. mars sl. Mánafélagar sáu sjálfir um öll skemmtiatriði eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, enda eru hestamenn glaðlynt fólk sem kann að skemmta sér og öðrum í sátt og samlyndi. Eins og hjá mörgum öðrum, hefur veðráttan í vetur sett sitt mark á allt starf og leik hjá hestamönnum, reiðvegir meira og minna lokaðir. Eina reiðleiðin sem hægt er að notast við er Helguvíkurvegurinn, en hann er óupplýstur og liggur yfir hraðbraut. Hann er hin mesta slysagildra, en þrátt fyrir það láta menn ekki bugast og notast við það sem nýtilegt er, og bíða betra veðurs. Mikill uppgangur hefur verið í öllu starfi hjá Mána síðustu ár. Menn hafa tekið sig saman í andlitinu varðandi viðhald og endurbyggingu hesthúsa. Flestir eru komnir með lokaðar útiþrær og óhætt að fullyrða að þessi jákvæða breyting er félaginu til framdráttar á mögum sviðum. Nýjir félagar hafa bæst í félagið og nú er litið á hestaíþróttina sem fjölskylduvænt áhugamál og íþróttaiðkun, enda hefur Máni blandað sér í toppbaráttuna á helstu hestaíþróttamótum á landinu. Menn hugsa sér því gott til glóðarinnar á Landsmótinu sem haldið verður í byrjun júlí á sumri komanda. Mikið og gott unglingastarf hefur verið unnið hjá Mána, og var til þess tekið í vetur þegar öll helstu hestamannafélög á Stór-Reykjavíkursvæðinu héldu sameiginlega árshátíð, hve margir komu frá Mána og hve framkoma þeirra þar var til mikillar fyrirmyndar. Nú líta mörg félög á Mána sem fyrirmynd að þessu leyti. Talandi um aukin áhuga á hestamennsku, má benda á að sl. vetur voru haldin reiðnámskeið á vegum Mána, með bestu reiðkennurum sem völ var á , bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Um 100 manns fóru á þessi námskeið, og er nú talið að um 500 hross séu í hverfinu. Stofnuð hefur verið Hrossaræktunardeild Mána og hafa nokkrir fyrirlesarar mætt í félagsheimili Mána og frætt félaga um hrossaræktun, enda eru nokkrir félagar á kafi í hrossarækt. Einn þeirra, Brynjar Vilmundarson, er orðinn helsti ræktandi á landinu, og hefur fengið viðurkenningu sem slíkur. Blikur eru nú á lofti varðandi reiðhöllina, en hún hefur verið sett á sölu, og væri það mjög slæmt að missa þessa aðstöðu. Reiðhöllin hefur lagt grunn að þeirri framþróun sem hefur átt sér stað í félaginu, varðandi námskeiðahald, þ.e. reiðkennslu, tamningar, járninganámskeið, einkatíma, undirbúning fyrir mót, innimót og annarri starfsemi fyrir félagið. Það er von okkar að þessi mál leysist á farsælan hátt öllum í hag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024