Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mikil berjaspretta á Reykjanesi
Þriðjudagur 9. ágúst 2016 kl. 19:33

Mikil berjaspretta á Reykjanesi

Það stefnir allt í einstaklega gott berjaár og þegar hægt að tína ber þar sem spretta er mikil. Það má þakka góðu vori en hitamet voru slegin á landinu í maí og júní.

Krækiberin eru algengust á Reykjanesi en þar má einnig finna bláber þótt þau séu ekki algeng á láglendi..

Göngugörpum á Þorbjörn um síðustu helgi sóttist gangan seint enda ekki hægt að líta fram hjá þéttum berjabreiðum feitra krækiberja auk þess sem finna mátti stöku bláber og hrútaber.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá er bara að finna sér ílát og skunda af stað. Helst má finna krækiber á Reykjanesi en berjavinir mæla með því að þeir sem eru í berjaleit leiti að gróðursælum blettum í landslaginu og fari ótroðnar slóðir.

Hér má finna uppskrift að kryddaðri krækiberjasaft. Verði ykkur að góðu.