Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mikið um að vera í Bláa lóninu yfir páskana
Miðvikudagur 20. apríl 2011 kl. 09:12

Mikið um að vera í Bláa lóninu yfir páskana

Ýmislegt verður um að vera í Bláa lóninu um páskahelgina og ber hæst menningar- og sögutengda gönguferð og svo tónleikar í lóninu. Dagskrá helgarinnar má sjá hér:


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Laugardagurinn, 23. apríl, kl 14.00
Tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson í gervi Bogomil Font mun flytja nokkrar suðrænar Kalypsovísur
með íslenskum textum ásamt hinum ótrúlega glaðbeitta og eggjandi Davíði Þór Jónssyni á harmonikku og
bongotrommu. Gríðarleg gleði og seiðandi stuð fyrir baðgesti Bláa Lónsins.


Annar í páskum, 25. apríl, kl. 13.00
Menningar- og sögutengd gönguferð. Þriggja tíma gönguferð fyrir alla fjölskylduna um nágrenni Bláa Lónsins. Möguleiki er að fara rúmlega hálfan hring og fá akstur til baka. Mæting við bílastæði Bláa Lónsins kl. 13.00. Ekkert þátttökugjald er í gönguna.

Annar í páskum, 25. apríl, kl. 15.00 og 16.30
Vatnsleikfimi í boði Hreyfingar fyrir gesti Bláa Lónsins. 2 fyrir 1 í Bláa Lónið og maski á útibarnum
ef þú skráir þig í Vinaklúbbinn. 33% afsláttur af silica mud mask og mineral
moisturizing cream pakkningu. Nýjung! Orkugefandi handameðferðir (15 min)
3 daga gestakort í Hreyfingu og Blue Lagoon Spa í boði *
Kjörís býður börnunum upp á íspinna*
Öll börn sem borða á veitingastaðnum LAVA fá páskaegg nr 3 frá Nóa Siríus *
*Gildir á meðan birgðir endast