Mikið um að vera hjá Matta
Sandgerðingurinn Matti Óla spilar á Ljósanótt í Reykjanesbæ laugardaginn 3. september. Kl. 16:00 verður hann á stóra útisviðinu og kl. 20:00 verður hann á veitingahúsinu Paddy's við Hafnargötuna.
Fyrsta plata Matta Óla ber heitið „Nakinn“ og kemur út nú með haustinu. Á tónleikunum um helgina mun hann spila lög af plötunni auk þess sem nýtt efni fær að fljóta með. Matta til aðstoðar verða þeir Halli Valli, Hlynur Þór og Óli Þór, sem allir koma við sögu á plötunni.
„Nakinn“ verður til sölu á Paddy´s á laugardagskvöldið svo það er um að gera að stoppa þar við og ná sér í eintak.