Mikið sparkað í Reykjaneshöllinni í dag
Hundruð barna voru á fótboltamóti kennt við Svala í Reykjaneshöllinni í morgun. Þegar börnin höfðu lokið keppni og fengið sín verðlaun, tóku við stærri strákar, sem eltu bolta um alla höll. Í dag áttu einnig að keppa Geirfuglarnir, sem er stuðningshópur með brennandi knattspyrnuáhuga, og kvennaliðið RKV, sem skipað er knattspyrnukonum úr Reyni Sandgerði, Víði Garði og Keflavík.Oftar en ekki er ókeypis inn á þessa viðburði og því kjörið að koma við í Reykjaneshöllinni, setjast í áhorfendastæðin og fylgjast með frísku fólki í fótbolta.
Myndin var tekin í hádeginu í dag af kröftugum knattspyrnumönnum á eftir bolta.
Myndin var tekin í hádeginu í dag af kröftugum knattspyrnumönnum á eftir bolta.