Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mikið líf á Hafnargötunni
Miðvikudagur 25. febrúar 2004 kl. 12:37

Mikið líf á Hafnargötunni

Hafnargatan iðar af lífi í dag og má sjá börn í skrautlegum búningum hvert sem litið er. Frá því í morgun hafa krakkarnir gengið í fyrirtæki víðsvegar um Reykjanesbæ, sungið fyrir starfsfólkið og ef heppnin er með þeim, fengið smá góðgæti í poka fyrir sönginn. Þessar hressu stelpur voru búnar að koma víða við og var nammipokinn orðinn nokkuð álitlegur hjá þeim og þær voru sáttar við árangurinn. „Það var samt skrýtið þegar við fórum inn í eina búðina því kallinn kom á móti okkur og bað okkur um að syngja ekki, en samt gaf hann okkur nammi,“ sögðu stelpurnar og voru nokkuð hissa á því að þessi „kall“ hafi ekki viljað hlusta á þær syngja. En þær ætla að halda ótrauðar áfram í dag og hver veit nema nammipokinn eigi eftir að þykkna enn meira.

Myndin: Stelpurnar sýna ljósmyndara afrakstur dagsins. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024