Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mikið hlegið á frumsýningu Leikfélagins
Laugardagur 3. mars 2007 kl. 19:49

Mikið hlegið á frumsýningu Leikfélagins

Leikfélag Keflavíkur frumsýndi í gær revíuna Besti bær eftir Huldu Ólafsdóttur, sem hefur áður skrifað og stýrt nokkrum af vinsælustu verkum félagsins í gegnum árin.

Setið var í hverju sæti og var augljóst að áhorfendur skemmtu sér hið besta yfir stykkinu sem tekur fyrir aðburði líðandi stundar í heimahéraði sem og á landsvísu. Meðal þeirra sem komu fram voru bæjarstjóri Besta Bæjar, Idoldrottningin og söngflokkurinn Breiðbomburnar sem vöktu sérstaklega mikla kátínu.

Nokkuð víst er að enginn fór vonsvikinn heim og er óhætt að mæla með þessari fyrirtaks skemmtun.

 

Næsta sýning er annað kvöld, sunnudag kl. 20. Miðasalan opnar klukkutíma fyrir sýningar og er einnig hægt að panta miða í síma 822 7639 eftir kl 14.

 

VF-myndir/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024