Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mikið grúsk og nördapæling að baki
Jónatan Garðarsson.
Sunnudagur 13. apríl 2014 kl. 08:00

Mikið grúsk og nördapæling að baki

Jónatan Garðarsson poppfræðingur er höfundur sýningar Rokksafns Íslands.

„Við ákváðum að byrja á tímalínu og byrja nokkuð aftarlega í tíma eða 1835 þegar Jónas Hallgrímsson yrkir Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur, sem er fyrsta íslenska poppið; lag sem allir lærðu og flaug um landið. Við tökum þetta svo í stökkum til ársins 1930 en þá verður alvöru útgáfa á Íslandi. Þá eru teknar upp fyrstu plöturnar hér á landi, einar 70­80 plötur. Síðan fylgjum við sögunni ár frá ári og allt til ársins í ár. Síðustu atburðir á sýningunni eru frá því núna í mars og svo þurfum við að halda áfram, því sagan heldur áfram,“ segir poppsérfræðingurinn Jónatan Garðarsson, þegar hann er spurður út í það hvernig sýning Rokksafns Íslands er byggð upp. Jónatan er höfundur sýningarinnar og hefur varið ómældum tíma í heimildaöflun. Hann segir mikið grúsk og nördapælingu liggja að baki sýningunni. „Þetta var nett Kleppsvinna“.

Hann segir að þegar öllu hafi verið safnað saman, þá hafi þurft að skera niður og það hafi verið langerfiðast. Mikið af efni sé til sem á eftir að vinna úr. Það fari m.a. á þá níu skjái sem séu í sýningarkerfinu og jafnframt verður mikið af efni tiltækt á spjaldtölvum sem sýningargestir fá þegar þeir skoða rokksýninguna. Jónatan segir nóg pláss í húsinu til að bæta við söguna. Þar se nóg pláss á gólfum og veggjum til að bæta við munum og þegar plássið þrjóti í Rokksafni Íslands, þá verði veggir tónlistarskólans einnig teknir undir sýninguna. „Það er fullt af veggjum þar,“ segir Jónatan Garðarsson poppfræðingur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024