Mikið fjör á þorrablóti Keflavíkur - myndir
Rúmlega sexhundruð Keflvíkingar mættu á árlegt þorrablót sem haldið var í Íþróttahúsi Keflavíkur. Stemmningin var gríðarlega góð og gestir í góðum fíling.
Að venju var sýndur Keflvíkurannáll þar sem höfundar fara yfir atburði liðins árs í máli og myndum. Þar er meira um grín en alvöru en þó allt í bland. Fjölmiðlamennirnir Máni og Frosti mættu með léttleika til gesta og tónlistarmaðurinn Björn Jörundur tók nokkur lög. Ingó tók svo brekkusöng með gestum og náði vel til fjöldans sem tók vel undir. Það var svo hljómsveitin Á móti sól sem fékk fólk út á gólf og dansinn dunaði fram eftir nóttu.
Hér að neðan eru nokkrar myndir en í fyrsta myndasafni kvöldsins hér á vf.is eru skemmtilegar myndir sem ljósmyndarar VF tók á kvöldinu. Smellið hér á myndasafn.