Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mikið fjör á hiphop dansnámskeiði í Púlsinum
Mánudagur 15. ágúst 2005 kl. 14:22

Mikið fjör á hiphop dansnámskeiði í Púlsinum

Hiphop dansnámskeið var haldið í Púlsinum, Sandgerði frá 2. – 11. ágúst þar sem Brynja Pétursdóttir kenndi allt það nýjasta í hiphop dansinum. Stemningin var feiknagóð og skipti aldursmunur engu máli að sögn Mörtu Eiríksdóttur sem rekur Púlsinn ásamt eiginmanni sínum, Friðriki Þór Friðrikssyni. „ Hiphop er dans sem sést mikið á MTV sjónvarpsstöðinni. Natascha og Brynja Péturs hafa verið með þessi námskeið en þær eru vel þekktar í Reykjavík í Hiphop dansbransanum.“ sagði Marta að lokum.

Púlsinn ævintýrahús býður upp á alls konar námskeið fyrir börn og unglinga.
Þar má nefna dansnámskeið, leiklistarnámskeið og söngnámskeið. Þessi námskeið
eru mjög vinsæl og gefa krökkum tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt og
skapandi. Markmiðið er alltaf að hafa stuð, gaman og læra eitthvað nýtt.
Hiphop dansnámskeið Púlsins eru skemmtileg, kennt er það allra nýjasta. Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 6.september klukkan 18:30-20:00 en þá mun
Natascha sjá um kennsluna. Hún kennir einnig í Kramhúsinu í Reykjavík.

VF-mynd/ Úr  hiphop danstíma hjá Brynju Pétursdóttur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024