Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mikið af námskeiðahaldi hjá Heilsuskóla Keilis
Þriðjudagur 29. mars 2011 kl. 11:35

Mikið af námskeiðahaldi hjá Heilsuskóla Keilis

Mikið hefur verið um námskeiðahald hjá Heilsuskóla Keilis. Fjallað var um Þjálfarabúðirnar fyrr í vetur en þær sóttu yfir 120 þjálfarar. Um síðast liðna helgi var námskeið um hreyfiþroska barna og hreyfiþroskapróf í umsjón Inga Þórs Einarssonar, Aðjúnkt og doktorsnemi í Íþrótta og heilsufræði við HÍ. Betur þekktur sem sundþjálfari hér á Suðurnesjunum. Þátttakendur voru flestir starfsmenn á leikskólum og komu alls staðar af landinu. Héðan af Suðurnesjunum voru kennarar og leiðbeinendur frá leikskólunum Akri, Vesturbergi, Háaleiti, Velli og Laut í Grindavík. Duglegir aðstoðarmenn frá Háaleiti og Velli tóku þátt en hluti af námskeiðinu var að fylgja barni í gegnum hreyfiþroskapróf. Myndir af námskeiðinu má finna hér.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfunarkennari við Heilsuskóla Keilis og þjálfari Grindavíkurliðs m.flokks karla í körfuknattleik kenndi stignun á æfingum og fitubrennsluæfingakerfi einnig um helgina og fengu þátttakendur að taka vel á því. Myndir af námskeiðinu má finna hér.

 

Á döfinni

Í næsta mánuði verða tvenn námskeið í boði hjá Heilsuskóla Keilis. Annars vegar boltaleikir, ætlað íþróttakennurum og íþróttaþjálfurum. Námskeiðið verður kennt af þeim Sigurði Ingimundarsyni, Erling B. Richardssyni og Zdravko Demirev en eins og nöfnin gefa til kynna verður lögð áhersla á boltaleiki tengdum körfubolta, handbolta og blaki. Opnað hefur verið fyrir skráningu og má finna allar upplýsingar hér.


Hins vegar verður annað mjög spennandi námskeið sem kallast Heilsuefling offeitra. Námskeiðið verður haldið laugardaginn 30. apríl og verður kennt af offitu- og næringarteymi Reykjalundar. Teymið mun fara í gegnum þær aðferðir sem þau notast við á Reykjalundi í þeirri von að fleira fagfólk í þjálfun geti gripið inní á þeim vettvangi sem það starfar, hvort sem það eru sjúkraþjálfarar, einkaþjálfarar, hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingar, íþróttafræðingar, sjúkraliðar, læknar, iðjuþjálfar eða annað. Opnað hefur verið fyrir skráningu og má finna allar upplýsingar hér.