Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Mig langar alltaf að vera einhverfur“
Miðvikudagur 20. apríl 2016 kl. 06:00

„Mig langar alltaf að vera einhverfur“

Grindvíkingurinn Alexander Birgir Björnsson, 15 ára, fræðir fólk um einhverfu í nýju myndbandi frá Einhverfusamtökunum. Samtökin standa nú fyrir fræðsluátaki undir einkunnarorðunum virðing, samþykki, þátttaka.

Í fyrsta áfanga átaksins er skólaumhverfi barna og ungmenna í brennidepli. Markmiðið með átakinu er að upplýsa, fræða og vinna gegn fordómum. Bæði er unnið að gerð myndefnis og lesefnis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í myndbandinu segir Alexander frá því hvernig er að vera með einhverfu. Meðal þess sem kemur fram í máli hans er að það sé gaman að vera einhverfur og að vera til. Einnig er rætt við kennara hans og móður sem segja miklu máli skipta að huga að því að einhverfuróf sé vítt og því þurfi að lesa hvern nemanda fyrir sig, finna styrkleika hans og áhuga og hlusta af virðingu. Nemendur með einhverfu þurfi að taka þátt í hópverkefnum og skilja hlutverk sitt svo öllum líði vel.

 

Mig langar alltaf að vera einhverfur. from Einhverfusamtökin on Vimeo.