Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Mig langar að verða hjúkrunafræðingur eða grasalæknir“
Nemendur kynna sér starf geislafræðings á starfsgreinakynningu
Þriðjudagur 11. október 2016 kl. 17:27

„Mig langar að verða hjúkrunafræðingur eða grasalæknir“

Starfsgreinakynning var haldin í dag fyrir grunnskólanema í 8. og 10. bekk á Suðurnesjum. Kynningin í ár er hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja og er markmið hennar að efla starfsfræðslu og menntun grunnskólanemenda auk þess að skerpa á framtíðarsýn ungs fólks.

Kynningunni var sérstaklega beint að eldri nemendum grunnskólanna, meðal annars vegna þess að hlutfall þeirra 10. bekkinga sem halda áfram námi að loknum grunnskóla er lægra á Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Settir voru upp básar þar sem hinar ýmsu starsgreinar voru kynntar, nemendur gátu skoðað tæki og tól og spurt spurninga. Þekkingarsetur Suðurnesja sá um skipulagningu á viðburðinum fyrir SSS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Steina Björg, 13 ára nemandi í Holtaskóla er ákveðin í því að verða hjúkrunarfræðingur eða grasalæknir í framtíðinni en hún var á Starfsgreinakynningunni. „Mamma vinar míns er grasalæknir og þegar ég var oft heima hjá honum þá var hún með alls konar jurtir og var líka í oft sjónvarpinu. Ég fékk þá áhuga á því,“ segir Steina, aðspurð hvort hún hafi alltaf vitað hvað hana langaði að verða. „Ég hef mikinn áhuga á hjúkrunarfræði og læknisfræði því mig langar að geta hjálpað fólki. Svo ég hef aðeins byrjað að kynna mér þau störf.“