Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mig langaði að fermast
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
sunnudaginn 15. mars 2020 kl. 07:45

Mig langaði að fermast

„Ég er að játa trú mína og staðfesta skírnina á fermingardaginn. Frá því að elsti bróðir minn fermdist hef ég hugsað um að fermast. Mér fannst gaman að fylgjast með deginum hans og fattaði að ég gæti einnig látið ferma mig ef ég vildi. Svo þegar systir mín fermdist þá vissi ég að ég var næst í röðinni og þá langaði mig að fermast,“ segir Grindavíkurmærin Steinunn Marta Sigurpálsdóttir en hún á að fermast í vor.

„Fyrsta veislan var haldin heima hjá okkur en næsta var haldin á veitingastaðnum hennar mömmu, Hjá Höllu. Veislan mín verður þar einnig. Í vetur er ég búin að læra mikið hjá Elínborgu, hún hlustar á okkur og kennir okkur um Jesú sem var góður maður. Þegar ég var yngri þá talaði ég við hann inni í mér. Núna geri ég það þegar ég þarf á því að halda. Mér finnst fínt að mæta í messur, rólegt og fínt. Á fermingardaginn verð ég í dökkbláum, síðum kjól og skóm í sama lit, ekki alveg spariskóm. Ég verð annað hvort með slétt hár eða með léttar krullur í hárinu og fer á stofu. Ég ætla að mála mig sjálf, bara lítið. Ég er mjög spennt fyrir veislunni og gjöfunum, allir krakkar eru líka að spenntir að fá gjafir.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024