Miðnætursýning á Gretti á laugardagskvöld
Annað kvöld verður miðnætursýning á söngleiknum Gretti. Einn leikendanna í sýningunni segir að leikararnir ætli að nota tækifærið og ganga skrefinu lengra með sýninguna og því gæti stemmningin verið mikil á þessari sýningu í Frumleikhúsinu á morgun. Miðaverð er aðeins 1000 krónur og nú er um að gera að drífa sig í leikhús. Leikarar gefa eiginhandaráritanir eftir sýninguna.






