Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Miðnæturmyndataka af kennsluvélum Keilis
  • Miðnæturmyndataka af kennsluvélum Keilis
Sunnudagur 21. júní 2015 kl. 07:00

Miðnæturmyndataka af kennsluvélum Keilis

Flugbraut á Keflavíkurflugvelli var lokuð í um tvær klukkustundir laugardagskvöld eitt á dögunum vegna ljósmyndunar sem fram fór á kennsluflugflota Flugakademíu Keilis. Frá þessu er greint á vefnum Alltumflug.is

Það er ekki hvar sem er í heiminum sem myndataka af flugflota getur farið fram um miðnætti og í dagsbirtu en myndatakan stóð yfir frá því um tíuleytið og fram til miðnættis.

Keilir Aviation Academy hefur 7 kennsluflugvélar í flota sínum og var þeim stillt upp á öðrum endanum á 11/29 brautinni í Keflavík sl. laugardagskvöld meðan áætlunarflug lenti á 02 brautinni.

Sjö atvinnuflugmannsnemendur og tveir flugkennarar komu að myndatökunni en Óli Haukur Mýrdal frá Ozzo Photography sá um myndatökuna sem var unnin í góðu samstarfi við ISAVIA og slökkvilið Keflavíkurflugvallar sem lagði til körfubíl fyrir myndatökuna.

Flugakademía Keilis hefur eins og áður sagði sjö kennsluflugvélar af gerðinni Diamond, fjórar tveggja sæta DA-20, tvær fjögurra sæta DA-40 og eina tveggja hreyfla DA-42. Þær eru búnar stafrænum stjórn- og mælitækjum (glass cockpit) og búnar Garmin tækjum til notkunar við GPS leiðsögu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024