Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðlaði úr viskubrunni í Andrews
Sigurður Ragnar Eyjólfsson á fyrirlestrinum í Andrews í morgun. VF-myndir: Hilmar Bragi
Föstudagur 1. febrúar 2013 kl. 14:42

Miðlaði úr viskubrunni í Andrews

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennaliðsins í knattspyrnu, miðlaði úr viskubrunni sínum fyrir gesti Andrews menningarhússins fyrir hádegið. Gerður hefur verið mjög góður rómur að fyrirlestrum Sigurðar og er hann eftirsóttur fyrirlesari.

Í fyrirlestri sínum í morgun talaði Sigurður Ragnar um það sem þarf til að ná árangri en fyrirlesturinn var opinn og nýttu tugir sér þetta tækifæri til að ná sér í visku hjá landsliðsþjálfaranum sem í dag þjálfar eitt besta kvennalandslið heims, en íslenska liðið skipar 15. sæti á heimslistanum.

Sigurður hefur náð einstökum árangri með kvennalandsliðið okkar, m.a. komið því í úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu. Það er einstakur árangur og er þáttur  þjálfarans í þessum glæsilega árangri verulegur. Sigurður er sálfræðingur að mennt. Hann hefur haldið fyrirlestra fyrir almenning og starfsfólk fyrirtækja um það að ná árangri, ekki einungis í íþróttum heldur í lífinu almennt, hvort sem er í starfi eða einkalífi.

Það voru Keilir, KADECO og Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi í samstarfi við fyrirtæki á Suðurnesjum sem stóðu að fyrirlestrinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024