Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðar á Með blik í auga að seljast upp
Föstudagur 9. september 2011 kl. 10:53

Miðar á Með blik í auga að seljast upp

Miðasala á aukatónleika Með blik í auga, sem verða fluttir í Andrews-leikhúsinu í kvöld kl. 20, gengur framar vonum. Nú eru aðeins örfáir tugir miða eftir. Aðstandendur tónleikanna gera ráð fyrir að þeir seljist á næstu klukkutímum og því er ekki gert ráð fyrir að hægt verði að fá miða við innganginn í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir sem vilja nálgast miða þá eru þeir til sölu í Cabo við Hafnargötu í Keflavík og einnig á midi.is.

Með blik í auga er sýning með tónlist og tíðaranda áranna 1950 til 1970. Tónleikarnir voru fluttir tvisvar á Ljósanótt fyrir fullu húsi.