Mið-Ísland í Hljómahöll í kvöld
Uppistandararnir í Mið-Ísland munu stíga á svið í Hljómahöllinni í kvöld, föstudagskvöld með glænýtt grín. Meðlimir Mið-Íslands eru þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð og munu þeir allir koma fram á sýningunni í Hljómahöll. Nýja uppistandssýningin var frumsýnd í Þjóðleikhúskjallaranum í byrjun árs og hefur fengið frábærar viðtökur.
	Síðasta sýning hópsins, Lengi lifi Mið-Ísland, sló eftirminnilega í gegn og var sýnd yfir 60 sinnum, meðal annars fyrir fullu húsi í Hljómahöll. Lokasýningin var svo kvikmynduð og sýnd á Rúv um áramótin.
				
	
				

 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				