Metþátttaka í þakkargjörðarhátíð á Langbest
Amerískir siðir eiga hverrgi betur heima en á Ásbrú. Þakkargjörðarhátíðin á Langbest hefur náð að festa sig í sessi og verður vinsælli með hverju árinu sem líður.
Í gær var slegið nýtt aðsóknarmet í veisluhlaðborðið og sagði Ingólfur Karlsson veitingamaður á Langbest að í ár hafi mætt helmingi fleiri gestir en á síðasta ári.
Boðið var upp á þakkargjörðarveislumat bæði í hádeginu í gær og eins í gærkvöldi. Veitingasalurinn í Langbest á Ásbrú var þéttsetinn frá frá því kl. 17 síðdegis í gær og langt fram á kvöld.
Meðfylgjandi mynd var tekin á áttunda tímanum í gærkvöldi og þarna má sjá Ingólf Karlsson skella sósunni yfir kalkúnabringuna hjá einum af fjölmörgum gestum þakkargjörðarveislunnar á Langbest.
VF-mynd: Hilmar Bragi