Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Metþátttaka í stærðfræðikeppni grunnskólanema
Föstudagur 30. mars 2012 kl. 10:38

Metþátttaka í stærðfræðikeppni grunnskólanema



Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í skólanum föstudaginn 23. mars. Þátttakendur voru 154 úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum.

Í keppninni voru 55 úr 8. bekk, 53 úr 9. bekk og 46 úr 10. bekk. Þetta er metþátttaka miðað við síðustu ár. Nemendur mættu kl 14:0 og fengu þeir pizzu og gos. Keppnin sjálf hófst síðan kl. 14.30 og stóð til kl 16:00. Verðlaun verða afhent eftir páska. Það eru Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja sem gefa verðlaunin.



Myndir: fss.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024