Metþátttaka á Menningardegi
Menningardagur í kirkjum á Suðurnesjum var haldinn á gær við met þátttöku en um 1300 manns kom á dagskráratriðin. Menningardagurinn byrjaði í Kálfatjarnarkirkju í gærmorgun þar sem sr. Gunnar Kristjánsson sagði sögu kirkjunnar.
Í Njarðvíkurkirkju var húsfyllir þegar Ellen Kristjánsdóttur söng a lög við ljóð Njarðvíkinganna Sveinbjörns Egilssonar og Hallgríms Péturssonar. Fjölmenni var í Grindavíkurkirkju þar sem Aðalgeir Jóhannsson flutti erindi um Stein Steinarr, sem dvaldi í Grindavík í nokkur ár. Andri Sær taldi Garð þurfa eitthvað annað en álver t.d. að nýta sér Reykjaneshrygginn eða sjóinn betur. Í Kirkjuvogskirkju var fullt út úr dyrum þar sem Sigurjón Vilhjálmsson (bróðir Ellýjar) fór á kostum þegar hann sagði frá litríkum persónum úr Höfnunum. Rúnar Júl og fjölskylda ásamt Einari Júlíussyni rokkuðu í Ytri Njarðvíkurkirkju við góðar undirtektir gesta, sem fylltu húsið. Guðrún Ásmundsdóttir og félagar fóru á kostum í leikriti Guðrúnar um Hallgrím Pétursson.
Menningardagurinn endaði um kvöldið í Keflavíkurkirkju þar sem söngvararnir Davíð Ólafsson og Stefán Stefánsson fóru á kostum. Þar var einnig húsfyllir.
Mynd: Frá dagskránni í Njarðvíkurkirkju í gær. VF-mynd: elg.