Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Mannlíf

Metþáttaka í Jónsmessugöngu
Mánudagur 25. júní 2007 kl. 12:28

Metþáttaka í Jónsmessugöngu

Mikill fjöldi fólks tók þátt í hinni árlegu Jónsmessugöngu Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar á laugardagskvöld. Hátt í 250 manns gengu á fjallið Þorbjörn og nutu þess að sitja í miðnætursólinni og hlýða á Jónsa og Ómar spila og syngja. Á heimasíðu Grindavíkurbæjar segior að þeir félagar hafi farið á kostum og úr varð mikil skemmtun og fjöldasöngur.

 

Gangan endaði að venju í Bláa Lóninu og gestir nutu þess að baða sig í lóninu hlusta á Jónsa og Ómar og bragða á léttum drykkjum.

Af vef Grindavíkurbæjar - Mynd frá kvöldvökunni við varðeldinn

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25