Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Metnaðarfullur keppnismaður
Sveinn Andri Sigurpálsson
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
mánudaginn 19. september 2022 kl. 09:30

Metnaðarfullur keppnismaður

FS-ingur vikunnar

Nafn: Sveinn Andri Sigurpálsson
Aldur: 18 ára
Námsbraut: Fjölgreinabraut
Áhugamál: Líkamsrækt, golf og fótbolti
Sveinn Andri er mikill keppnismaður með mikinn metnað. Hann hefur gaman af líkamsrækt og spilar golf og fótbolta. Aðspurður hver stefnan sé fyrir framtíðina segist Sveinn ætla í atvinnuflugnám og vonast eftir starfi í flugheiminum í framhaldi af því. 
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?

„Stutt að fara þar sem ég bý í Njarðvík.“

Hvers saknar þú mest við grunnskóla?

„Ég sakna þess hvað það var lítið álag og minni pressa á manni.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hver er helsti kosturinn við FS?

„Hvað skólinn býður upp á marga námsmöguleika og fjölbreytni.“

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

„Mér finnst félagslífið í FS bara gott.“

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

„Ásgeir Orri sem atvinnumarkmaður í fótbolta.“

Hver er fyndnastur í skólanum?

„Bogi Ragnarsson.“

Hvað hræðist þú mest?

„Ég hélt ég myndi deyja í rússíbana um daginn, þannig ætli það sé ekki svarið.“

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina?

„Ætli nýr Nocco sé ekki heitt í dag. Þröngar gallabuxur er mjög kalt.“

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

„Uppáhaldslagið mitt er Runaway með Kanye West.“

Hver er þinn helsti kostur?

„Ég myndi segja að metnaður sé mesti kosturinn við mig“

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?

„TikTok er mest notaða forritið í símanum mínum.“

Hver er stefnan fyrir framtíðina?

„Ég stefni á atvinnuflugnám haustið 2023 og fæ vonandi starf í framhaldi af því.“

Hver er þinn stærsti draumur?

„Sjá Manchester United verða deildarmeistara.“

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?

„Keppnismaður þar sem ég elska alla keppni og er mjög tapsár.“