Metnaðarfull skemmtiatriði á árshátíð grunnskólanna
Árshátíð grunnskólanna í Reykjanesbæ var haldin fimmtudagskvöldið 21. mars sl. í Stapa. Á fjórða hundrað unglingar skemmtu þar sjálfum sér og öðrum vel og var boðið upp á metnaðarfull skemmtiatriði frá öllum skólunum.Dömur úr Heiðarskóla sýndu glæsilegt dansatriði sem þær höfðu æft af miklum krafti undir stjórn Maríu Óladóttur og hlutu mikið klapp að launum frá krökkunum og þeim fjölmörgu starfmönnum skólanna sem mættu á ballið, en þeim var boðið sérstaklega.
Kvöldið var 10. bekkinga enda um síðasta grunnskólaballið að ræða. Uppdúkuð borð á besta stað biðu þeirra er þau komu í Stapann eftir að hafa snætt kvöldverð í skólunum með kennurum sínum og í barminum báru þau blóm sem foreldrafélög grunnskólanna gáfu þeim í tilefni dagsins.
Skemmtunin tókst með afbrigðum vel eins og bar engan skugga á skemmtunina sjálfa en Útideild og Lögregla urðu ekki vör við neitt sem neikvætt getur talist. Nemendurnir eiga skilið hrós fyrir hegðan sína. Þau voru til fyrirmyndar í alla staði og sýndu að þau kunna að skemmta sér á heilbrigðan hátt.
Eysteinn Eyjólfsson
umsjónarmaður félagsstarfs í Heiðarskóla
Efni af síðu Reykjanesbæjar
Kvöldið var 10. bekkinga enda um síðasta grunnskólaballið að ræða. Uppdúkuð borð á besta stað biðu þeirra er þau komu í Stapann eftir að hafa snætt kvöldverð í skólunum með kennurum sínum og í barminum báru þau blóm sem foreldrafélög grunnskólanna gáfu þeim í tilefni dagsins.
Skemmtunin tókst með afbrigðum vel eins og bar engan skugga á skemmtunina sjálfa en Útideild og Lögregla urðu ekki vör við neitt sem neikvætt getur talist. Nemendurnir eiga skilið hrós fyrir hegðan sína. Þau voru til fyrirmyndar í alla staði og sýndu að þau kunna að skemmta sér á heilbrigðan hátt.
Eysteinn Eyjólfsson
umsjónarmaður félagsstarfs í Heiðarskóla
Efni af síðu Reykjanesbæjar