Metfjöldi á námskeiðum hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
Fjöldi þeirra sem sóttu námskeið hjá Miðstöð símenntunnar á Suðurnesjum hefur aldrei verið meiri en árið 2004. Þetta kom fram á ársfundi MSS sem haldin var þann 29. september sl. og greint er frá á vef Reykjanesbæjar.
Starfssemin var mjög fjölbreytt á síðsta ári þ.e. námskeiðahald, fjarnám á háskólastigi og ýmis sérverkefni. Meðal verkefna sem Miðstöðin vinnur að eru lestrarerfiðleikar fullorðinna, iðnnám fyrir ófaglærða, vika símenntunar og símenntunaráætlun sveitarfélaganna.
Miðstöðin hefur gert tvær námskrár fyrir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Önnur námskráin Ferðaþjónusta – laugar, lindir og böð var unnin í samstarfi við Bláa lónið. Hin námskráin, Fagnámskeið I fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustu, var unnin í samvinnu við HSS, Félagsþjónustu Reykjanesbæjar og Dvalarheimilis aldraða.
Fjarnám á háskólastigi hefur verið stór þáttur í starfi Miðstöðvarinnar. Um 70 nemendur stunda fjarnám í gegnum Miðstöðina. Fram kom að aðstaða fjarnámsnemenda er að breytast um þessar mundir en samningar hafa verið gerðir um aðstöðu fyrir nemendur í Íþróttaakademíunni.
Fjárhagsgrundvöllur Miðstöðvarinnar var nokkuð til umræðu og voru fundarmenn sammála um að bæjarstjórnarmenn og þingmenn ættu að leggjast á eitt við að tryggja fjárhagsgrundvöllinn, segir í fréttinni á vef Reykjanesbæjar.
Starfssemin var mjög fjölbreytt á síðsta ári þ.e. námskeiðahald, fjarnám á háskólastigi og ýmis sérverkefni. Meðal verkefna sem Miðstöðin vinnur að eru lestrarerfiðleikar fullorðinna, iðnnám fyrir ófaglærða, vika símenntunar og símenntunaráætlun sveitarfélaganna.
Miðstöðin hefur gert tvær námskrár fyrir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Önnur námskráin Ferðaþjónusta – laugar, lindir og böð var unnin í samstarfi við Bláa lónið. Hin námskráin, Fagnámskeið I fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustu, var unnin í samvinnu við HSS, Félagsþjónustu Reykjanesbæjar og Dvalarheimilis aldraða.
Fjarnám á háskólastigi hefur verið stór þáttur í starfi Miðstöðvarinnar. Um 70 nemendur stunda fjarnám í gegnum Miðstöðina. Fram kom að aðstaða fjarnámsnemenda er að breytast um þessar mundir en samningar hafa verið gerðir um aðstöðu fyrir nemendur í Íþróttaakademíunni.
Fjárhagsgrundvöllur Miðstöðvarinnar var nokkuð til umræðu og voru fundarmenn sammála um að bæjarstjórnarmenn og þingmenn ættu að leggjast á eitt við að tryggja fjárhagsgrundvöllinn, segir í fréttinni á vef Reykjanesbæjar.