Metaðsókn á Sjóarann síkáta
Talið er að á milli 15 og 20 þúsund manns hafi verið á Sjóaranum síkáta í Grindavík á laugardaginn. Gríðarlegur fólksfjöldi var á hátíðarsvæðinu og af samtölum við þjónustuaðila í bænum var um algjört met að ræða, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu bæjarins. Tjaldsvæðið í Grindavík var fullt og einnig túnið hinum megin við Austurveg.
Að sögn lögreglu gekk nóttin stórslysalaust, nokkur útköll voru á efra tjaldsvæðinu. Átta ungmenni voru tekin í unglingaathvarf og var ekkert þeirra búsett í Grindavík. Mikið fjölmenni var á balli í íþróttahúsinu og fór það ágætlega, er haft eftir lögreglu.