Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Metabolic styrkir Velferðarsjóð Suðurnesja
Þriðjudagur 23. ágúst 2011 kl. 12:50

Metabolic styrkir Velferðarsjóð Suðurnesja

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Næstkomandi laugardag klukkan 10:00 verður opinn góðgerðartími í Metabolic í íþróttahúsinu á Ásbrú. Tekið verður á móti frjálsum framlögum og mun öll innkoma renna óskert til Velferðarsjóðs Suðurnesja. Helgi Jónas Guðfinnsson frá styrktarthjalfun.is mun stýra tímanum ásamt Sævari Borgarssyni sem mun ásamt Helga sjá um Metabolic þjálfun í vetur en ákveðið hefur verið að bæta við morgun og síðdegistímum í Reykjanesbæ vegna mikillar ásóknar í hádegisnámskeiðin.

Enginn þörf er á að skrá sig í góðgerðartímann, bara að mæta í íþróttahúsið á Ásbrú fyrir klukkan 10:00, klár í að taka vel á því í skemmtilegum æfingum. Helgi og Sævar hvetja alla Suðurnesjamenn sem vilja til þess að mæta og taka þátt og styrkja um leið hið öfluga starf sem Velferðarsjóður Suðurnesja vinnur á svæðinu. Nú er mikil þörf á fjármagni í Velferðarsjóðinn. Skólar eru að hefjast og mikið álag er hjá sjóðnum í fjárveitingum fyrir skólaútbúnaði.

Þeir sem vilja kynna sér Metabolic tímana áður en þeir koma í góðgerðartímann geta fundið allar upplýsingar inná styrktarthjalfun.is. Metabolic er þróað af Helga Jónasi Guðfinnssyni og byggir á því að styrkja stoðkerfi líkamans, auka styrk, bæta þol og örva brennslu. Kennt er í hópatímum og eru æfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar. Mætið og gerið góðverk.