Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Metabolic ÁTAK á Ásbrú fyrir konur og stelpur
Laugardagur 31. desember 2011 kl. 13:12

Metabolic ÁTAK á Ásbrú fyrir konur og stelpur


Metabolic námskeiðin á Ásbrú hafa unnið sér til mikilla vinsælda. Helgi Jónas Guðfinnsson er höfundur og eigandi Metabolic en auk Ásbrúar er í dag líka boðið uppá Metabolic í Grindavík, á Álftanesi, Akureyri og í Vestmannaeyjum. Ný viðbót við Metabolic eru átaksnámskeið sem heita einfaldlega Metabolic ÁTAK. Þau verða kennd á morgnana á Ásbrú fyrst um sinn og eru einungis ætluðu konum og stelpum. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru þær Guðrún Hildur Jóhannsdóttir (Dunna) og Inga Fríða Guðbjörnsdóttir. Næringarráðgjöfin er unninn í samstarfi við dr. Chris Mohr, doktor í næringarfræðum og Ásdísi Rögnu Einarsdóttur, grasalækni.


Þær Ásdís, Dunna og Inga Fríða hafa verið vinkonur lengi og eiga það sameiginlegt að hafa ótæmandi áhuga á öllu því er við kemur þjálfun og góðri næringu. Dunna og Inga Fríða stunda nú báðar nám í ÍAK einkaþjálfun við Keili og stefna á útskrift í vor. „Ég hef kennt hópatíma í mörg ár bæði í World Class og Lífsstíl en ég verð að segja að ég algjörlega kolféll fyrir Metabolic og hef stundað það síðan í haust,“ segir Dunna og bætir við að hún hafi aldrei áður fundið svona mikinn mun á sér á skömmum tíma, fyrir utan hvað þetta er skemmtilegt!
Inga tekur í sama streng en hún er jógakennari og hefur kennt jóga í nokkur ár. „Metabolic er svo fjölbreytt og skemmtilegt að tíminn er skotfljótur að líða.“ segir Inga. Svo er magnað að sjá hversu breitt getustig þátttakenda er en allir vinna á fullum krafti. Helgi hannaði þetta alveg sérstaklega með það að leiðarljósi að allir væru að vinna á sínu getustigi svo þarna eru konur sem eru að byrja eftir barneignir og kyrrsetufólk og allt upp í afreksíþróttafólk.

Ásdís er kannski þekktust fyrir að vera grasalæknir en ekki þjálfari enda ætlar hún að láta þær Dunnu og Ingu sjá alfarið um þjálfunina. Sjálf ætlar hún að hjálpa konunum að losa sig undan sykurlöngun, auka efnaskiptin og ná upp orkunni eftir hátíðirnar. Eins verður hún með ýmsa aðra fróðleiksmola tengda almennri heilsu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Matseðlar frá doktorslærðum næringarfræðingi, mikið aðhald og virk líkamsrækt


Tímarnir sem við kennum eru eins og aðrir Metabolic tímar enda er Metabolic hannað með það að markmiði að fólk sé í fitubrennslu í marga klukkutíma eftir æfinguna. Æft er í stuttan tíma á miklu álagi. Viðbótin sem við komum með felur fyrst og fremst í sér mikið aðhald, hvatningu og fræðslu. Þátttakendur fá möppu með matseðlum sem dr. Chris Mohr, næringarfræðingur hefur sett saman og þeir eru sérstaklega miðaðir við konur í aðhaldi en hann hefur sjálfur gríðarlega reynslu af því að vinna með konum. Chris er rosalega duglegur í að uppfæra sín fræði og hann leggur mikla áherslu á góða fitu og hreint fæði í sínum matseðlum sem við erum mjög sammála. Við erum virkilega ánægðar með að hann verði í samstarfi við okkur og finnst mjög faglegt að geta notast við upplýsingar frá doktorslærðum næringarfræðingi.


Fræðslukvöld, mælingar, hreyfi- og jafnvægisgreiningar og hreystipróf


Við verðum auðvitað með þessar hefðbundnu mælingar fyrir þær sem vilja en Helgi Jónas mun auk þess gera hreyfigreiningar á öllum þátttakendum. Þessar greiningar eru virkilega gagnlegar svo við sjáum hvort einhverjir eigi við einhver stoðkerfisvandamál eða vöðvaójafnvægi að stríða og getum þá látið fólk fá leiðréttingaræfingar eftir þörfum. Líkt og með næringuna þá viljum við hafa þjálfunina mjög faglega og þá koma greiningarnar að góðu gagni. En við viljum þó ekki að konurnar einblíni bara á kíló eða fituprósentu heldur ætlum við líka að hreystiprófa þær sem vilja í byrjun og bera saman við eftir 6 vikur. Við finnum nefnilega sjálfar svo mikinn mun á styrknum okkar og hefðum viljað sjá muninn núna svart á hvítu frá því í byrjun.

Metabolic ÁTAK hefst á fræðslukvöldi með Ásdísi Rögnu og þjálfurunum þann 9. janúar. Síðan verða þær aftur með fræðslukvöld þrem vikum seinna. Markmiðið með þessum fræðslukvöldum hjá okkur er ekki síður að þjappa hópnum saman, peppa þátttakendur upp og skapa vettvang til að svara spurningum sem upp koma á meðan á námskeiðinu stendur.


Opnir prufutímar


Vikuna 2.-7. janúar er öll tímatafla Metabolic opin og þá gefst öllum tækifæri til að prófa áður en þeir skuldbinda sig í 6 vikur eða 5 mánuði ef því er að skipta en þá gefast bestu kjörin.

Átaksnámskeiðið okkar verður kennt 3x í viku í íþróttahúsinu á Ásbrú, á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum verða lokaðir tímar klukkan 06.05 og svo skulu þátttakendur mæta í opinn tíma á laugardagsmorgnum klukkan 10.00. Við vildum endilega hafa þetta líka blandað. Ef einhverjar vilja æfa oftar en 3x í viku er þeim frjálst að mæta í alla aðra tíma í Metabolic tímatöflunni aukalega en það eru opnir tímar í hádeginu og seinnipartinn. Svo er um að gera að skora á vinkonuhópinn, saumaklúbbinn eða vinnufélagana með sér til að hafa gott stuðningsnet.

Að lokum vilja þær stöllur að það komi sérstaklega fram hversu ljúft það er að æfa svona snemma á morgnana. „Það getur verið erfitt að rífa sig upp en það er bara í örfáar sekúndur, síðan tekur við æðisleg tilfinning þegar maður er búin á æfingunni klukkan 06.50 og allur dagurinn framundan“. Við erum strax farnar að fá töluverða skráningu án þess að hafa kynnt þetta að neinu ráði. Allar frekari upplýsingar eru inni á www.styrktarthjalfun.is. „Það er líka í góðu lagi að hringja bara í okkur ef einhverjar eru með einhverjar pælingar“, segja þær að lokum.