Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mesta jólabarn Grindavíkur?
Jólasmákökurnar eiga að vera búnar áður en jólin ganga í garð.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 18. desember 2022 kl. 10:00

Mesta jólabarn Grindavíkur?

„Víkurfréttir calling…“

Svona hófst Facebook-færsla blaðamanns Víkurfrétta á dögunum en þar var auglýst eftir þeim Grindvíkingi sem teldist vera mesta jólabarnið og voru nokkir möguleikar gefnir á að uppfylla skilyrðin; jólaskreytingar, fjöldi smákökutegunda, stærsta jólatréið, skrýtnustu jólanærbuxurnar svo einhver dæmi séu tekin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Spjótin beindust fljótlega að Klöru Bjarnadóttur en hún er aðflutt, gift Ómari Enokssyni. Hún uppfyllti öll þessi skilyrði - þó er ekki vitað um skrýtnu jólanærbuxurnar…

Aðspurð sagðist Klara ekki hafa orðið svo mikið jólabarn eins og hún er í dag, fyrr en hún stofnaði fjölskyldu en að koma að húsi þeirra hjóna að Selsvöllum 14 og hvað þá inn í það, var eins og ganga inn í jólakvikmynd…

Klara byrjar að skreyta í byrjun nóvember, jólatréð er alltaf komið upp á fyrsta degi aðventu og helst vill hún að þær tíu til fimmtán smákökutegundir sem hún bakar, séu búnar áður en sjálf jólin ganga í garð!

Meðfylgjandi myndir lýsa vonandi jólagleði Klöru og fjölskyldunnar á Selsvöllum 14 í Grindavík, þó vantar aðeins inn í jöfnuna því Ómar sem er erlendis vegna vinnu, á eftir að koma jólasveinum upp sem hanga utan á húsinu, ásamt öðru skrauti fyrir í garðinum. Fjölskyldan stefnir á að allt verði komið upp í byrjun næstu viku, sjón verður sögu ríkari!