Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Messías í Keflavíkurkirkju
Mánudagur 1. september 2014 kl. 10:20

Messías í Keflavíkurkirkju

– Hátíðarkór Keflavíkurkirkju hefur verið stofnaður

Í tilefni af 100 ára afmæli Keflavíkurkirkju verður mikið um dýrðir í kirkjunni. Óratorían Messías, eftir Händel verður flutt í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á Pálmasunnudag 2015. 

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, undir stjórn Oliver Kentish, leikur undir af sinni alkunnu snilld, en hljómsveitin nýtur mikillar virðingar meðal tónlistarunnenda.

Hátíðarkór Keflavíkurkirkju hefur verið stofnaður og er hann opinn öllu vönu söngfólki. Skilyrði er að hafa reynslu af tónflutningi og geta lesið kórnótur.

Fyrsta æfing er áætluð miðvikudagskvöldið 24. september klukkan 20:00.  Hver æfing varir í klukkustund og er áætlað að æfa aðra hverja viku.

Áhugasamir hafi samband við Arnór Vilbergsson, kórstjóra, í síma 8612075 eða með tölvupósti á netfangið: [email protected].

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024