Messað í veðurblíðunni
Hið árlega kirkjumót í pútti byrjaði á púttvellinum við Mánagötu nú eftir hádegi. Hófst dagskráin með guðsþjónustu enda veðrið hið ákjósanlegasta til messuhalds undir berum himni. Sr. Sigfús Baldvin Ingvason messaði og naut til þess fulltingis Guðmundar Sigurðssonar, söngvara.
Mjög góð þátttaka er í mótinu. Að því loknu verður þátttakendum boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu.
VF-myndir: elg
Mjög góð þátttaka er í mótinu. Að því loknu verður þátttakendum boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu.
VF-myndir: elg