Mannlíf

Messað í endurbættri Hvalsneskirkju
Föstudagur 5. október 2018 kl. 09:44

Messað í endurbættri Hvalsneskirkju

Guðsþjónusta verður í Hvalsneskirkju nk. sunnudag. Þetta er fyrsta messan í kirkjunni í nokkurn tíma en undanfarið hefur verið unnið að endurbótum inni í kirkjunni.
 
Messan hefst kl. 14.00. Kirkjan skartar endurheimtu gólfi eftir vel heppnaða viðgerð. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Keith Reed. Messan er fyrir báðar sóknir prestakallsins og allir hjartanlega velkomnir.

 
Miklar endurbætur voru unnar í Hvalsneskirkju í sumar og haust. VF-myndir: Hilmar Bragi
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024