Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 28. apríl 2004 kl. 10:12

Messa eftir Gunnar Þórðarson flutt í Keflavíkurkirkju

„Þetta er verk í klassísku deildinni. Það eru yfir tveir tugir manna í hljómsveitinni og í verkinu er mikill hljómur,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður en Messa eftir Gunnar verður flutt í Keflavíkurkirkju á sunnudag.
Gunnar samdi messuna á árinu 1999 og var hún flutt á nýarsdag árið 2000 í Víðistaðakirkju. „Ætli þetta hafi ekki verið fyrsta tónverkið sem flutt var á Íslandi á nýrri öld,“ segir Gunnar og hann vonast eftir að Keflvíkingar komi í Keflavíkurkirkju á sunndag. „Það er ekkert gaman að gera svona hluti ef enginn mætir.“

Sunnudaginn 2. maí kl. 17 verður flutt messa eftir Gunnar Þóraðarson tónskáld í Keflavíkurkirkju. Það er Kirkjukór Keflavíkurkirkju sem flytur messuna ásamt hljómsveitinni Jón Leifs Camerata. Hljómsveitin er skipuð atvinnuhljóðfæraleikurum. Einsöngvarar í messunni eru Bylgja Dís Gunnarsdóttir  sópransöngkona  og Jóhann Sigurðarson baritonsöngvari. Á tónleikunum verða jafnframt  sungin lög eftir Gabriel Fauré og J. Sebastian Bach.
 Messa Gunnars Þórðarsonar var samin í tilefni af Kristnitöku afmælinu árið 2000. Hún er samin annars vegar við  hefðbundinn íslenskan messu  texta kristnu hinnar kirkju og hinsvegar frumsaminn texta eftir Sr. Sigurð Helga Guðmundsson. Messan var frumflutt af Kór  Víðistaðakirkju og  gefin út á geisladisk undir stjórn Úlriks Ólasonar.
 Kirkjukór Keflavíkur er félagsskapur sem syngur við allar helstu athafnir í  Keflavíkurkirkju. Á vegum kórsins hefur tvo síðastliðna vetur verið starf ræktur kórskóli  fyrir félga kórsins, þar sem Ragnheiður Guðmundsdóttir söngkennari hefur séð um söngkennslu. Kórinn kemur fram í ýmsum myndum, smáum og stórum hópum  um það bil hundrað sinnum ári.  Auk þessara starfa hefur kórinn unnið að fyrrnefndri dagskrá í vetur.  Stjórnandi á tónleikunum  er Hákon  Leifsson organisti og kórstjóri Keflavíkurkirkju.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024