Merkileg sel á Hafnaheiði
Selin á Hafnaheiði eru utan alfararleiða og alls ekki auðfundin. FERLIR,
áhugafólk um útivist, minjar og sögu, gekk s.l. laugardag með Arnarbælisgjá að Mönguselsgjá, sem sker Hafnaheiðina frá austri til vesturs.Eftir um klukkustundar gang var komið að Mönguselsgjá. Handan hárrar vörðu (gömul sandgræðslugirðing hefur legið skammt vestan vörðunnar), í dalverpi er opnast þar til norðurs, kúrði Möngusel. Selið hefur verið fremur lítið og er greinilegar komið til ára sinna, en hleðslur voru heillegar. Þá var haldið til suðurs að Merkinesseli hinu yngra. Selið er undir lágum gjárbarmi og er þar allt, sem prýtt getur fallegt sel. Hleðslur húsa voru að hluta til alveg heilar, sjá mátti meira að segja gluggaop á einum veggnum, stekkurinn var mjög heillegur og brunnur var greinilegur framan við selið. Það er sjaldséð í seljum á Reykjanesi. Húsin voru hlaðinn utan í gjárvegginn. Þetta er eitt fallegasta selið á svæðinu, sem enn hefur verið skoðað.
Nokkur leit var gerð að Merkinesseli hinu eldra. Það fannst þó loks vestur
undir hól, skammt ofan við gróðurmörkin, en landið er mikið fokið upp sunnan til á Hafnaheiðinni. Um er að ræða mjög gróðið sel og er það greinilega eldra en hið fyrrnefnda. Gróðurinn í selinu hefur haldið sér þrátt fyrir jarðvegseyðinguna. Þar hafa verið ein þrjú hús og stekkur. Að þessu seli fundnu var talin ástæða til að flagga á staðnum - á tóttum eitthundraðasta selsins, sem FERLIR skoðar á Reykjanesi. Þegar hafa verið listuð upp 107 sel, en eftir er að skoða þau sem út af standa.
Eftir tilbakagönguna var haldið að seli er vera átti við Stampana utar á
Reykjanesi. Þar er landið algerlega fokið upp og ekkert eftir. Haldið var að
Kirkjuvogskirkju og skoðaður gamall letursteinn frá 1830, er liggur flatur
við norðvesturhorn kirkjunnar. Á steininum er mikið letur. Loks var litið á
Hungangshelluna við Hafnaveginn, en henni tengist þjóðasagan um finngálknið og Merkinessel. Finngálknið var loks vegið á hellunni eftir mikinn aðdraganda, sem flestir Íslendingar þekkja.
Á næstunni er fyrirhugaðar göngur um norðanverða Ósana, um norðanverða Keflavík og Keflavíkurflugvallasvæðið - ef leyfi fæst.
Suðurnesin hafa upp á mun meira af menningar- og náttúruminjum að bjóða en marga grunar.
áhugafólk um útivist, minjar og sögu, gekk s.l. laugardag með Arnarbælisgjá að Mönguselsgjá, sem sker Hafnaheiðina frá austri til vesturs.Eftir um klukkustundar gang var komið að Mönguselsgjá. Handan hárrar vörðu (gömul sandgræðslugirðing hefur legið skammt vestan vörðunnar), í dalverpi er opnast þar til norðurs, kúrði Möngusel. Selið hefur verið fremur lítið og er greinilegar komið til ára sinna, en hleðslur voru heillegar. Þá var haldið til suðurs að Merkinesseli hinu yngra. Selið er undir lágum gjárbarmi og er þar allt, sem prýtt getur fallegt sel. Hleðslur húsa voru að hluta til alveg heilar, sjá mátti meira að segja gluggaop á einum veggnum, stekkurinn var mjög heillegur og brunnur var greinilegur framan við selið. Það er sjaldséð í seljum á Reykjanesi. Húsin voru hlaðinn utan í gjárvegginn. Þetta er eitt fallegasta selið á svæðinu, sem enn hefur verið skoðað.
Nokkur leit var gerð að Merkinesseli hinu eldra. Það fannst þó loks vestur
undir hól, skammt ofan við gróðurmörkin, en landið er mikið fokið upp sunnan til á Hafnaheiðinni. Um er að ræða mjög gróðið sel og er það greinilega eldra en hið fyrrnefnda. Gróðurinn í selinu hefur haldið sér þrátt fyrir jarðvegseyðinguna. Þar hafa verið ein þrjú hús og stekkur. Að þessu seli fundnu var talin ástæða til að flagga á staðnum - á tóttum eitthundraðasta selsins, sem FERLIR skoðar á Reykjanesi. Þegar hafa verið listuð upp 107 sel, en eftir er að skoða þau sem út af standa.
Eftir tilbakagönguna var haldið að seli er vera átti við Stampana utar á
Reykjanesi. Þar er landið algerlega fokið upp og ekkert eftir. Haldið var að
Kirkjuvogskirkju og skoðaður gamall letursteinn frá 1830, er liggur flatur
við norðvesturhorn kirkjunnar. Á steininum er mikið letur. Loks var litið á
Hungangshelluna við Hafnaveginn, en henni tengist þjóðasagan um finngálknið og Merkinessel. Finngálknið var loks vegið á hellunni eftir mikinn aðdraganda, sem flestir Íslendingar þekkja.
Á næstunni er fyrirhugaðar göngur um norðanverða Ósana, um norðanverða Keflavík og Keflavíkurflugvallasvæðið - ef leyfi fæst.
Suðurnesin hafa upp á mun meira af menningar- og náttúruminjum að bjóða en marga grunar.