Mér er alveg sama þó einhver sé að hlæja að mér í Frumleikhúsinu
Nú fer sýningum fækkandi á leikritinu "Mér er alveg sama þó einhver sé að hlæja að mér" sem Leikfélagið hefur verið að sýna undanfarnar vikur. Verkið er fyrir fólk á aldrinum 1 árs til 99 ára og fjallar um tröllastelpuna Lónu sem lendir í ýmsum ævintýrum með félögum sínum. Næstu sýningar verða í Frumleikhúsinu laugardaginn 17. apríl og sunnudaginn 18. apríl kl. 14.00. Miðapantanir eru í síma 4212540 og miðaverð er 1000 kr.
Leikfélag Keflavíkur.