Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mér er alveg sama þó einhver sé að hlæja að mér
Fimmtudagur 18. mars 2010 kl. 10:22

Mér er alveg sama þó einhver sé að hlæja að mér

Leikfélag Keflavíkur frumsýndi sl. föstudag barnaleikritið Mér er alveg sama þó einhver sé að hlæja að mér eftir leikkonuna Guðrúnu Ásmundsdóttur.


Félagar úr LK endurskrifuðu hluta verksins, staðfærðu það og bættu inn léttum lögum. Verkið fjallar um fyrsta skóladag tröllastelpunnar Lónu sem er örlítið öðruvísi en hinir krakkarnir í bekknum og fær að finna fyrir því. Inn í söguna fléttast svo skemmtilegar persónur og furðuverur sem ná vel til áhorfenda, bæði fullorðinna og þeirra yngstu. Leikhópurinn samanstendur af reyndum leikurum sem allir fara vel með sín hlutverk, eru skýrir í framburði texta og syngja vel. Leikmyndin er einföld og skemmtilega litrík sem og öll umgjörð verksins sem er hæfilega langt fyrir litla krakka. Það er full ástæða til að taka ofan fyrir Leikfélagi Keflavíkur sem enn og aftur sannar sig sem eitt metnaðarfyllsta áhugaleikfélag landsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þetta er einfaldlega sýning sem engin fjölskylda má láta fram hjá sér fara.


Næstu sýningar verða sunnudaginn 21. mars kl. 14.00 og 16.00 og er miðaverð aðeins 1000 krónur. Hægt er að panta miða í síma 4212540.