Menntastoðir vorönn 2013 - opið fyrir umsóknir
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Menntastoðir vorönn 2013. Námið er hugsað sem undirbúningur til áframhaldandi náms og miðar við háskólabrú Keilis og frumgreinadeildir við Bifröst, Háskólann á Akureyri og H.R. Einnig má nýta einingar úr Menntastoðum inn í nám í framhaldsskóla.
Helstu námsgreinar eru íslenska, stærðfræði, enska, danska, námstækni, sjálfstyrking, tölvu- og upplýsingatækni og bókfærsla.
Boðið er uppá þrjár leiðir í janúar 2013:
Staðnám 1:
55 einingum lokið á 6 mánuðum. Kennt er fimm daga vikunnar frá kl. 08:30 til 15:10.
Staðnám 2:
12 mánuðir/tvær annir: Kennd eru 4 fög (26 einingar) á fyrri önn og 3 fög (29 einingar) á seinni önn. skv. stundaskrá staðnámshóps.
Fjarnám:
10 mánaða langt nám sem byggir á einni helgarstaðlotu í mánuði.
Hægt er að sækja um í gegnum netið á www.mss.is eða í síma 412 5952/421 7500.
Frekari upplýsinga veitir Særún Rósa Ástþórsdóttir í síma 412 5952 eða í gegnum netfangið [email protected].