Menntamálaráðherra í faðmlögum í FS
Davíð Guðmundsson nemandi af starfsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja leit inn á fund bygginganefndar og heilsaði meðal annars upp á skólameistara Ólaf Jón, Hjálmar Árnason alþingismann og Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra og voru fagnaðarfundir á skrifstofu skólameistara. Davíð fannst mikið til koma að hitta Þorgerði Katrínu og fór vel á með þeim þar sem þau spjölluðu saman stutta stund. Davíð ræddi einnig stuttlega við Hjálmar Árnason alþingismann og Ólaf Jón skólameistara og var ekki annað að sjá á fundarmönnum en að Davíð hafi komið með gott innlegg á fundinn.
Myndirnar: Davíð Guðmundsson nemandi á starfsbraut FS heilsar upp á fund bygginganefndar í morgun.
VF-ljósmyndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson.