Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Menningarvika sett í Grindavík
Harpa Pálsdóttir danskennari hlaut menningarverðlaun Grindavíkur í gær.
Sunnudagur 15. mars 2015 kl. 13:58

Menningarvika sett í Grindavík

– svipmyndir frá setningarathöfninni

Dagskrá Menningarviku í Grindavík var sett formlega í Grindavíkurkirkju síðdegis í gær.

Tónlist setti svip sinn á setningarathöfnina þar sem tveir kórar úr Grindavík, Karlakór Grindavíkur og Vísiskórinn sungu. Þá léku nemendur frá Tónlistarskóla Grindavíkur á hljóðfæri og gestir frá Piteå, sænskum vinabæ Grindavíkur léku og sungu. Það voru gítarleikarinn Peter O Ekberg og söngkonan Alicia Carlestam.

Þá voru flutt ávörp og síðast en ekki síst þá voru veitt menningarverðlaun Grindavíkur 2015 og komu þau í hlut Hörpu Pálsdóttur danskennara.

Nánar verður fjallað um Menningarvikuna í Víkurfréttum á fimmtudag og í Sjónvarpi Víkurfrétta næsta fimmtudagskvöld.

Hér eru svipmyndir frá setningarathöfninni í gær og fjölþjóðlegri matarveislu sem haldin var í lok setningarathafnarinnar.



























VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024