Menningarvika í Grindavík verður 15.-22. mars
Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkur hefur samþykkt að hin árlega Menningarvika verði að þessu sinni 15 - 22. mars nk. Þetta verður í sjötta sinn sem Menningarvikan verður haldin og verður hún veglegri en áður í tilefni af 40 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar.
Grindvíkingar nær og fjær, fyrirtæki, stofnanir, þjónustuaðilar og allir þeir sem hafa áhuga á menningu eru hvattir til þess að skipuleggja menningarviðburði í þessari skemmtilegu viku.