Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Menningarvika hefst í Grindavík
Laugardagur 17. mars 2012 kl. 11:55

Menningarvika hefst í Grindavík

Dagskrá menningarviku laugardaginn 17. mars



Menningarvika verður sett í dag í Grindavíkurkirkju kl. 14:00. Síðan rekur hver viðburðurinn annan með myndlistasýningum, ljósmyndasýningu, tónleikum og árshátíð Grindavíkurbæjar. Hér má sjá dagskrá laugardagsins:

Kl. 10:00 - 22:00 Aðalbraut: Vettlingasýning - Sýndur verður fjöldinn allur af heimaprjónuðum og hekluðum vettlingum frá grindvískum prjónakonum.

Kl. 10:00 - 22:00 Northern Light Inn. Tolli með málverkasýningu. Einnig verður ljósmyndasýning þar sem myndir birtast á stóru tjaldi. Mynd-efnið er Ísland og eru teknar af ljósmyndaranum Brooks Walker.

Kl. 10:00 - 15:00 Sjómannastofan Vör. Menning í dúr eða moll. Ljósmyndasýning Kristins Benediktssonar.

Kl. 10:00 - 16:00 Handverksfélagið Greip Skólabraut 8. Opið hús.

Kl. 11:00 - 13:00 Leikskólinn Laut. Sýning á verkum barnanna á Laut.

Kl. 12:00 - 14:00 Verslunarmiðstöðin 2. hæð - Málverkasýning. Pálmar Guðmundsson kennari og frístundamálari opnar málverkasýningu.

Kl. 13:00 - Formleg opnun menningarviku í Grindavíkurkirkju. Ávarp bæjarstjóra og formanns Frístunda- og menningarnefndar. Tónlistaratriði - nemendur úr tónlistarskóla Grindavíkur leika.
Afhending menningarverðlauna.

Kl. 14:00 - 16:00. Safnaðarheimili Grindavíkurkirkju.
Kaffisala Kvenfélags Grindavíkur.

Kl. 14:00 - 17:00 Kvikan, ljósmyndasýningin - Góðan daginn, Grindvíkingur! Ljósmyndasýning fjögurra áhugaljósmyndara í Grindavík. Flestar myndirnar eru teknar í grindvískri náttúru síðustu árin.
Myndirnar eru sýndar á stóru tjaldi. Ljósmyndarar eru: Haraldur H. Hjálmarsson, Eyjólfur Vilbergsson, Arnfinnur Antonsson og Valgerður Valmundsdóttir.

Kl. 19:00 - Árshátíð Grindavíkurbæjar - Eldborg.

Kl. 21:00 Bryggjan - Grindvíska bræðra- og frændsveitin The Back-stabbing Beatles skemmtir.

Mynd frá leiksýningu GRAL.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024