Menningarvika Grindavíkur framundan
- Veglegri en áður í tilefni af 40 ára afmæli bæjarins.
Undirbúningur fyrir Menningarviku Grindavíkur er nú í fullum gangi, en hún verður haldin 15. til 22. mars. Búið að auglýsa stórtónleika í íþróttahúsinu en ýmsir fleiri tónleikar verða þessa viku auk ljósmyndasýningar, myndlistasýningar, nýstárlegra gönguferða, málþinga, fyrirlestra, sushi- og matreiðslunámskeiða, Grindavíkurkvölds og margs fleira.
Grindvíkingar, fyrirtæki, stofnanir, þjónustuaðilar og allir sem hafa áhuga á menningu eru hvattir til þess að skipuleggja menningarviðburði í þessari skemmtilegu viku. Senda þarf inn upplýsingar í Járngerði í síðasta lagi næsta föstudag.
Þetta verður í sjötta sinn sem Menningarvikan verður haldin og verður hún veglegri en áður í tilefni af 40 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar.
Til þess að komast í auglýsta dagskrá Menningarvikunnar þarf að senda upplýsingar um viðburðinn á [email protected].