Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Menningarverðlaun Reykjanesbæjar afhent á fimmtudag
Mánudagur 17. nóvember 2008 kl. 09:54

Menningarverðlaun Reykjanesbæjar afhent á fimmtudag

Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2008 verða afhent í Bíósal Duushúsa fimmtudaginn 20. nóvember n.k. kl. 18:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við sama tækifæri verður ný menningarstefna Reykjanesbæjar kynnt.

Allir velunnarar menningarlífs í Reykjanesbæ eru hjartanlega velkomnir til að gleðjast yfir blómlegu menningarlífi og þiggja veitingar.

Verðlaunagripirnir eru hannaðir og smíðaðir af Elísabetu Ásberg listakonu.


Eftirtaldir aðilar hafa áður hlotið menningarverðlaun Reykjanesbæjar.

1997 Birgir Guðnason (friðun gamalla húsa)
Sigrún Hauksdóttir (aðstoð við myndlistarmenn)
Ragnheiður Skúladóttir (tónl.kennari og undirleikari)
Keflavíkurverktakar (velvild og fjárhagslegur stuðningur)

1998 Guðleifur Sigurjónsson (Byggðasafn og saga Keflavíkur)
Sparisjóðurinn (velvild og fárhagslegur stuðningur)

1999 Rúnar Júlíusson (efling tónlistar og kynning á bænum)
Hitaveitan ( velvild og fjárhagslegur stuðningur)

2000 Kjartan Már Kjartansson ( efling tónlistarlífs og alm. menningarmál)
Kaupfélag Suðurnesja. (velvild og fjárahagslegur)

2001 Karen Sturlaugsson ( efling tónlistarlífs í bænum)
Ný-ung (kaup og uppsetning á útilistaverki)

2002 Upphafshópur Baðstofunnar (efling myndlistarlífs í bænum)
Hótel Keflavík (stuðningur við Ljósanótt)

2003 Karlakór Keflavíkur (efling tónlistarlífs í áratugi)
Íslandsbanki (velvild og fjárhagslegur stuðningur)

2004 Hjördís Árnadóttir (efling menningarlífs, leikfélag og myndlistarfélag)
Geimsteinn (velvild og stuðningur við unga tónlistarmenn)

2005 Faxi (ómetanleg heimild um sögu og menningu í Reykjanesbæ)
Nesprýði (velvild og fjárhagslegur stuðningur)

2006 Grímur Karlsson (framlag til sögu sjávarútvegs á Íslandi)
Flugstöð Leifs Eiríkssonar (velvild og fjárhagslegur stuðningur)

2007 Eiríkur Árni Sigtryggson (framlag til myndlistar og tónlistar)
Víkurfréttir ( kynning á menningarviðburðum)