Menningarveisla á Garðskaga
Mikil tónlistarveisla var haldin á Garðskaga um sl. helgi. Þar komu saman margar skærar stjörnur úr tónlistarlífi landsins fyrr og nú.
Meðal þeirra sem komu fram voru Guðrún Gunnarsdóttir (söngur) og Gunnar Gunnarsson (píanó), Gunnar Þórðarson, hinn eini sanni Keflvíkingur, Elín Ey, einn efnilegasti trúbador yngri kynslóðarinnar, Valgeir Guðjónsson Stuðmaður með meiru, Nordisk Knock-Out, frábært vísnatríó frá Skandinavíu, Of Monsters and Men, stolt Garðsins og bráðum Íslands alls.
Kynnir var Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.