Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 30. október 2003 kl. 15:42

Menningarstund í Heiðarskóla

Menningarstund var haldin í Heiðarskóla dagana 23. og 24. október sl. en í skólanum er lögð áhersla á listir og skapandi starf. Markmið samverustundanna er að gefa nemendum tækifæri til að koma fram og flytja atriði fyrir skólafélagana. Nemendur í 1.,3.,5.,7. og 9. bekk fluttu að þessu sinni atriði fyrir bekkjarfélaga sína og skólafélaga sem eru árinu eldri. Nemendur sýndu leikrit, dönsuðu, sungu og lásu upp sögur og ljóð. Sýnd var stuttmynd og tvær hljómsveitir stigu á stokk auk þess sem nemendur léku á hljófæri. Ákveðið hefur veri að endurtaka menningarstund í nóvember og munu þá nemendur úr 2., 4., 6., 8. og 10. bekk sýna sín atriði, segir á vef Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024