Menningarráð vantar auðkennismerki
Menningarráð Suðurnesja hefur ekki átt eigið einkennismerki, heldur hefur einkennismerki Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verið notað fyrir verkefni ráðsins. Menningarráð vill breyta því og hefur því ákveðið að efna til samkeppni um auðkennismerki.
Öllum er frjálst að taka þátt í samkeppninni. Enginn skilyrði eru sett við hönnun merkisins önnur en þau að merkið þarf að geta gengið í einum lit.
Skilafrestur er til kl. 16:00 föstudaginn 21. september 2012 og skal tillögum silað á skrifstofu Heklunnar, Grænásbraut 506, 235 Reykjanesbæ.